Stjórnendateymi

Hjördís Sigurðardóttir; Stofnandi og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome

Hjördís er stofnandi og hugmyndasmiður ALDIN Biodome. Sem framkvæmdastjóri ber hún ábyrgð á að skilgreina heildarsýn fyrirtækisins, viðskiptahugmynd og -áætlun, sem og stefnumótun, samstarfsmöguleika og markmið.

Hjördís hefur hlotið sérstök verðlaun fyrir framúrskarandi nýsköpun og samfélagsjákvætt uppbyggingarverkefni og var tilnefnd til EUWIIN verðlaunanna (2017). Hún er meðlimur í samtökum frumkvöðla- og uppfinningakvenna í Evrópu.

Hjördís hóf starfsferil sinn í matvælaiðnaði þar sem hún hefur mikla reynslu á sviði gæðaeftirlits og framleiðslustjórnar. Hún var einnig meðstofnandi og stjórnarmaður í fyrirtæki í orkuvinnslu.  Á sviði skipulagsmála hefur hún starfað sem hönnuður og ráðgjafi við ýmis verkefni. Hjördís hefur einnig tekið að sér stundakennslu við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Hjordis er með meistaragráðu í landslagsarkitektúr og skipulagni frá Wageningen University í Hollandi, með sérhæfingu í skipulagsfræði og BS gráðu í umhverfisskipulagi og í matvælafræði.

Í nokkur ár hefur Hjördís verið leiðbeinandi nemenda í lokaverkefnu og rannsóknarverkefnum, þ.á.m. verið aðalleiðbeinandi Karenar Róbertsdóttur í rannsóknum hennar í ALDIN garðinum. Árið 2022 var rannsókn hennar tilfend til nýsköpunarverðlauna forseta Íslands og hlaut viðurkenningu sem öndvegisverkefni.  


Ágúst Freyr Ingason, CFA; Stjórnarformaður

Sem stjórnarformaður ber Ágúst Freyr ábyrgð á að leiða stjórnina með áherslu á stefnumótun. Hann gegnir lykilhlutverki í því að efla skilvirkni stjórnar.  Ágúst Freyr er hluthafi ALDIN síðan 2015 og verið virkur í uppbyggingunni síðan.

Í meira en 10 ár starfaði Agúst sem aðstoðarforstjóri og yfirframleiðandi hjá Latabæ. Hann átti stóran þátt í að þróa og leiða gerð barnasjónvarpsþátta, sem hafa verið lofað um allan heims og þróun á vörumerki sem óx úr lítilli hugmynd á Íslandi í heims þekkt vörumerki í meir en 120 löndum.

Áður en  Latabæ  – stofnaði og stýrði alþjóðlegum fjárfestingarsjóðum á Íslandi sem fjárfestu meðal annars í alþjóðlegum vísissjóðum sem m.a. veittu innlendum fagfjárfestum aðgang í fyrsta skipti að erlendum vísisfjárfestingasjóðum.

Hann sinnir einnig hlutverki yfirframleiðanda á nokkrum sjónvarpframleiðslum.

Ágúst útskrifaðist frá University of California, Santa Barbara með meistaragráðu í hagfræði og öðlast CFA viðrukenningu í kjölfarið.


Umar Ali; Fyrirtækja fjármögnun

Umar er yfir fjármögnun fyrirtækisins og hefur verið hluthafi í ALDIN síðan 2018.

Umar er sérfærðingur í fjárfestingum með mikla reynslu af alþjóðlegum fjármálum. Hann hefur gegnt æðstu stöðum í banka- og fyrirtækjaráðgjöf, þar á meðal hjá HSBC og NatWest, með áherslu á fjárfestingarbankastarfsemi,  óskráð hlutabréf, ráðgjöf í verkefnafjármögnun, skuldabréf og fjármögnun fjárfestinga.

Hann hefur unnið að fjölda verkefna á sviði fjármögnunar um allan heim, þar á meðal í olíu og gas geiranum, á sviði fjarskipta, í orku- og fasteignageiranum.  Jafnframt veitt ráðgjöf til fjölda stórfyrirtækja, þar á meðal hlotið verðlaun fyrir viðskiptasamninga, skrifað og kennt námskeið um kaup og skuldsetningar og er ráðgjafi fjölda nýsköpunarfyrirtækja á sviði hugbúnaðar, íþrótta og garðyrkjutækni.

Umar er verkfræðingur með MBA gráðu frá Imperial College í London.


Einar Páll Tamimi; Aðallögfræðingur

Einar Páll er aðallögfræðingur ALDIN og veitir ráðgjöf um öll lagaleg álitamál, s.s. þeim er tengist skipulagsmálum, fjármálum fyrirtækisins og samningagerð. Einar hefur verið hluthafi í ALDIN síðan 2019.

Einar hefur verið meðeigandi hjá Nordik lögfræðiþjónustu í áratug og á þeim tíma verið í fararbroddi í endurskipulagningu nokkurra af helstu fyrirtækjum Íslands. Hann hefur starfað sem stjórnarmaður eða stjórnarformaður nokkurra þekktustu fyrirtækja á Íslandi á sviði fjölda greina auk þess að gegna starfi forstöðumanns skráðra og óskráðra erlendra fyrirtækja. Einar hefur einnig starfað sem meðlimur eða formaður nefnda á vegum ríkisins eins og áfrýjunarnefndar um endurskipulagningu fjármálafyrirtækja og verðbréfaskráninga. Hann er nú formaður nefndarinnar sem hefur umsjón með framkvæmd allra ríkisábyrgðarlána sem tengjast efnahagslegum áskorunum Covid-19.

Einar hefur mikla reynslu af íslenskum og alþjóðlegum fyrirtækjalögum. Einar starfaði sem lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík og var síðar formaður Stofnunar um Evrópurétt við skólan. Áður starfaði Einar sem aðallögfræðingur hjá EFTA í Brussel. Eftir að hafa starfað við háskólann gerðist Einar aðalráðgjafi Íslandsbanka, síðar Glitnir banki.


Karen Rós Róbertsdóttir (Née Karen Pease); sérfræðingur í garðyrkju

Karen hefur verið ráðgjafi ALDIN í nokkur ár varðandi plöntur og ræktun og er fjárfestir í ALDIN. Hún hefur þróað gagnagrunn með tugþúsundum plöntutegunda fyrir ALDIN. Hún stýrir sjálfbærum tilraunagarði ALDIN.

Karen hefur 17 ára reynslu af innflutningi og ræktun með gróðurljósum, á ýmsum framandi suðrænum plöntutegundum.  Sem dæmi má nefna kókoshnetutré sem flutt var inn sem fræ frá Fídjieyjum sem er nú fjögurra metra hátt, án þess að hafa nokkru sinni litið dagsins ljós og Garcinia tegundir sem uppgötvaðar voru á fjöllum Jalisco í Mexíkó, nýlega eða sumarið 2020.

Karen hefur tveggja áratuga reynslu af hugbúnaðarverkfræði í Bandaríkjunum og á Íslandi m.a. í nýsköpun (Celadon APP). Hún er með BS gráðu í tölvunarfræði frá Rose-Hulman Institute of Science og stundar nú garðyrkjufræði við Landbúnaðarháskóla Íslands, með áherslu á lífræna ræktun matvæla.

Í meira en tvö ár hefur Karen haft yfirumsjón með tilraunum með hitun jarðvegs og einangrun á vöxt og uppskeru matjurta í ALDIN garðinum. Hún hefur sýnt fram á að framandi plöntur geta vaxið og dafnað utandyra í Reykjavík með þessu móti og einnig að mun meira magn fæst af uppskeru.  Hún hefur fengið styrk frá Nýsköpunarsjóð námsmanna í tvígang og viðurkenningu fyrir rannsóknir sínar sem voru taldar framúrskarandi.  Árið 2022 var verkefni hennar tilnefnt til nýsköpunarverðlauna forseta Íslands.  


Gísli Matthías Auðunsson; matreiðslumeistari með sjálfbærni að leiðarljósi

Gísli gegnir lykilhlutverki í útfærslu og rekstri veitingastaða í ALDIN Biodome með áherslu á fjölbreytta og fallega nýtingu hráefna sem framleidd eru á staðnum.

Gísli er matreiðslumeistari sem hefur rekið nokkra af betri matsölustöðum á Íslandi við góðan orðstýr.  Hann hefur hlotið ýmis verðlaun og tilnefningar til að mynda sem framúrskarandi ungur Íslendingur, hvatningarverðlaun samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.  Gísli hefur mikinn áhuga á að þróa grænkerafæði og hefur þegar hafið þá vegferð með ALDIN Biodome.

Ásamt því að reka veitingahúsið Mat og Drykk, Skál og Næs, hefur Gísli rekið veitingahúsið Slippinn í Vestmannaeyjum frá útskrift sem hefur vakið athygli víðsvegar um heim.  Einnig hefur hann setið í stjórn Slow Food um árabil og verið leiðandi rödd og talsmaður Íslenskrar matargerðar.

Í gegnum árin  hefur Gísli kynnt íslenska matargerð og hráefni á alþjóðasviðinu. Árið 2021 kom út bókin „SLIPPURINN: recipes and stories from Iceland“ á vegum Phaidon sem var gefin út í yfir 50 löndum.

Gísli útskrifaðist frá Hótel og matvælaskólanum árið 2011 með hæstu einkunn.  En fljótlega eftir útskrift hóf hann feril sinn í rekstri eigin veitingastaða.