UM FYRIRTÆKIÐ
Stofnandi og samstarfsaðliar

Stofnandi ALDIN Biodome er Hjördís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri.
Ég er drifin áfram af þeirri ástríðu að hafa áhrif til betri framtíðar. Ég er skipulagsfræðingur með meistaragráðu frá Wageningen University í Hollandi, einstæð móðir fjögurra barna (og hunds).
Ég man svo vel eftir töfrandi vornóttunum í sveitinni þegar mamma mín vakti fram eftir til að sinna matjurtagarðinum sínum. Ég man ennþá lyktina, fegurðina og bragðið af nýuppteknum gulrótum og næpum sem ég borðaði beint upp úr moldinni. Ég hef alltaf sótt út í náttúruna til að finna frið og endurnæra mig.
Þessi reynsla frá heimahögum er greypt inn í minni mitt og hjarta og er drifkraftur að þeirri sýn sem ALDIN Biodome stendur fyrir, að skapa griðastað í borginni sem stuðlar að nánd við náttúru, veitir innblástur og kemur jafnvægi inn í annasamt líf fólks nú til dags.
ALDIN Biodome veitir upplifun bæði fyrir íbúa, einkum yfir dimman og kaldan vetrartímann, sem og alla þá erlendu gesti sem koma til landsins árlega, alls staðar að úr heiminum.
Síðastliðin sex ár hafa verið viðburðarík fyrir mig og mikilvæg varða í því ferðalagi var að fá samþykkt deiliskipulag, sumarið 2019. Alþjóðlegt og þverfaglegt teymi er tilbúið að láta ALDIN Biodome verða að veruleika. Við stefnum á að opna dyrnar fyrir gesti og gangandi árið 2027/2028 og hlakka ég til að verða vitni að því hvernig ALDIN umvefur og veitir orku og innblástur.
Hjördís Sigurðardóttir
SAMSTARFSAÐILAR
Framúrskarandi alþjóðlegt teymi vinnur að ALDIN Biodome sem hefur reynslu, þekkingu og brennandi áhuga á verkefninu.
PÓSTLISTI
Við sendum út póst til að segja helstu fréttir af framgangi verkefnisins og mögulega til að kalla eftir hugmyndum eða endurgjöf. Hér er getur þú skrá þig á póstlista og fengið sendar fréttir.