ALDIN BIODOME

Verkefnið er einkaframtak og nýsköpunarverkefni. Fyrstu árin í þróunarvinnunni hefur verkefnið verið fjármagnað með miklu vinnuframlagi og fjárfestingu stofnenda og samstarfsaðila. Fjármögnun stendur yfir en vilyrði hefur fengist fyrir hluta stofnfjárfestingarinnar. Það skal einnig tekið fram að fjöldi aðila og einstaklinga hafa lagt sitt af mörkum í þróun verkefnisins sem er verðmætt í sjálfu sér.