ALDIN BIODOME

Kjarninn var fluga á vegg hjá frumkvöðlum – Hugmyndir þroskast

Kjarn­inn var fluga á vegg fyrr í sum­ar, þegar teymin sem unnið hafa að fram­gangi hug­mynda sinna í Startup Reykja­vík við­skipta­hraðl­in­um, hitt­ust fyrst í starfs­að­stöðu sinni í Borg­ar­túni. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síð­an, og hafa hug­mynd­irnar sem unnið er með þroskast og breyst. Frum­kvöðl­arnir sem vinna að þróun á vörum sínum og við­skipta­hug­myndum hafa verið á fullri ferð, ef svo má segja, og hafa þeir meðal ann­ars sótt þekk­ingu til reynslu­mik­illa ein­stak­linga úr nýsköp­un­ar­um­hverf­inu hér á landi.

Spenn­andi verður að sjá hvernig loka­út­koman verð­ur, þegar hug­mynd­irnar verða kynntar fyrir fjár­fest­um, á sér­stökum fjár­festa­degi, í lok hrað­als­ins.

https://vi­meo.com/132106337

Verk­efn­in sem val­in hafa verið til þátt­­töku í Startup Reykja­vík nú í sum­­­ar:

  • Wasa­bi Ice­land – Ætla að rækta hágæða wasa­bi á Íslandi með því að nýta hreint vatn og end­­ur­nýj­an­­lega orku
  • Ludis – Þróa leikja­vett­vang sem gerir leikja­hönn­uðum kleift að hanna og not­endum að spila leiki sem nota sam­skipti á milli sjón­varps og síma
  • Elsendia – Teng­ir sam­an ra­f­ræn skil­­ríki og ra­f­ræna lyf­­­seðla. Fólk get­ur keypt lyf á net­inu með ör­ugg­um hætti og fengið sent heim
  • Vik­ing Cars – Mark­aðs­torg þar sem bíla­eig­endur geta deilt bílnum sínum með öðrum með öruggum hætti. Í raun eins og Air­bnb nema fyrir bíla.
  • Spor í sand­­inn – ­Sjálf­bær gróð­ur­hús tengd sund­laug í hjarta borg­ar­inn­ar ­bjóða upp á sölu stað­bund­inna mat­væla og nýja upp­lifun í ferða­þjón­ustu fræðslu og afþr­ey­ingu
  • Genki instru­ments – Eru að þróa ný­stár­­leg raf­­tón­list­­ar­hljóð­færi sem tengja má sam­an með áður óséðum hætti
  • Data­drive – Hug­­bún­aður sem tek­ur við upp­­lýs­ing­um úr bíln­um þínum og teng­ir beint við snjall­sím­ann
  • Delp­hi – Nýta þekk­ingu fjöld­ans til þess að spá fyr­ir um til­­­tekna við­burði í fram­tíð­inni
  • Study Cake – Hug­bún­aður sem hjálpar kenn­urum að skilja og meta árangur nem­enda með því að bjóða upp á krossa­spurn­ingar í gegnum vef og snjall­síma
  • Hún / Hann Brugg­hús – Ör­brugg­hús með áherslu á frum­lega gæða­bjóra í tak­mörk­uðu upp­lagi

Teymun­um tíu sem val­in hafa verið til þátt­­töku verður lagt eft­ir­far­andi til:

  • Tvær millj­­ón­ir í hluta­fé frá Ari­on banka gegn 6% hlut­­deild í fyr­ir­tæk­inu
  • 10 vikna þjálf­un/​ráð­gjöf frá men­tor­um víðs veg­ar að úr at­vinn­u­líf­inu
  • Sam­eig­in­­leg aðstaða allra við­skiptateym­anna
  • Tæki­­færi til að kynna sig og verk­efni sín fyr­ir fjár­­­fest­um á loka­degi verk­efn­is­ins.

Þetta er annað árið í röð sem Kjarn­inn fylgir Startup Reykja­vík náið eft­ir, en allt frá stofnun Kjarn­ans hefur mikil áhersla verið lögð á nýsköpun og frum­kvöðla­starf­semi ýmis kon­ar, í efn­is­tök­um, og það sama má með segja um lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki.

Startup Reykja­vík er sam­starfs­verk­efni Arion banka og Klak Innovit, og eru mynd­böndin unnin í sam­starfi við hrað­al­inn.

https://kjarninn.is/greinasafn/kjarninn-var-fluga-a-vegg-hja-frumkvodlum-hugmyndir-throskast/