ALDIN BIODOME

Ímyndið ykkur að stíga inn í gróskumikla vin, vera umkringd fegurð náttúrunnar og fjölbreyttum vistkerfum, óháð loftslagi utandyra. Þessi draumur mun brátt verða að veruleika með ALDIN Biodome í Reykjavík, sem áætlað er að opni dyr árið 2026. ALDIN Biodome (ALDIN) verða heimsins fyrstu jarðhitaloftslags-visthvolfin, sem bjóða gestum upp á einstaka upplifun með það að leiðarljósi að fagna náttúrunni og gefa innsýn inn í sjálfbærni.

Samstarfs sem á sér ekki hliðstæðu, milli brautryðjandans Hjördísar Sigurðardóttur, frumkvöðuls og framkvæmdastjóra ALDIN, WilkinsonEyre arkitekta, og Makers of Sustainable Spaces (MOSS), sérfræðinga í innleiðingu náttúruþátta í byggðu umhverfi, er unnið að þróun náttúrumiðaðrar hönnunar á þeim mælikvarða sem gæti hjálpað til við að draga úr áhrifum lofstslagsbreytinga en um leið og að auka vellíðan. Þessi grein gefur innsýn í áætlanir ALDIN Biodome og kynnir teymið sem tekur þátt.

Svo, hvað er ALDIN?

ALDIN verður einstakur áfangastaður sem sýnir krafta nýsköpunar og náttúrunnar vinna saman. Í visthvelfingunum verður skapað loftslag, sem gerir mögulegt að rækta, allt árið um kring, gróskumikinn og fjölbreyttan gróður í ólíkum vistkerfum. Jarðvarminn, hin sjálfbæra náttúruauðlind, styður suðrænt loftslag í hvelfingunum, sem gerir sjálfbærum en blómlegum vistkerfum unnt að dafna og blómstra.  Á heildina litið mun ALDIN verða veisla suðrænnar náttúru, nýsköpunar og sjálfbærni. ALDIN mun bjóða gestum upp á einstaka og ógleymanlega upplifun sem er bæði fræðandi og skemmtileg. Með fyrstu jarðhitaloftslags-visthvelfingunum í heiminum mun Ísland setja nýjan staðal fyrir sjálfbæra ferðaþjónustu og verður án efa ómissandi áfangastaður fyrir alla sem elska náttúruna og vilja læra meira um sjálfbærni.

Hver stendur á bak við ALDIN biodome verkefnið?

Hugsjónamaðurinn á bak við visthvelfingarnar er Hjördís Sigurðardóttir. Hún er alin upp í sveit á Suðurlandi og hefur bakgrunn í umhverfisskipulagi, matvælafræði og borgarskipulagi. Ást hennar á náttúrunni og sýn hennar á heildarmyndina knýr hana áfram, þar að auki metur hún dyggðir fólks fram yfir stöðu þeirra. Aðalarkitektinn WilkinsonEyre, eru þekktir fyrir djarfan og fallegan arkitektúr sem bætir nærliggjandi umhverfi. Þeir hafa hannað tímamótaverkefni um allan heim á fjölda mismunandi staða með ólíku loftslagi, þar á meðal „Gardens by the Bay“ í Singapúr en það eru stærstu loftslagsstýrðu gróðurhús sem til eru. MOSS, er hópur sérfræðinga sem vinnur með græna náttúru í byggðu umhverfi. Þau munu gegna mikilvægu hlutverki við hönnun á plöntuskipulagningu í visthvolfunum. Moss munu leggja fram tillögur um hvernig plöntuskipulagið er útfært og hvernig gestir munu upplifa og hafa samskipti við plöntuheiminn þegar ALDIN opnar fyrir gestum.  Aðrir aðilar sem taka þátt eru meðal annarra Atelier One og Atelier Ten sem hafa sérfræðiþekkingu í umhverfis og byggingaverkfræði og sjálfbærri nýtingu orku og efnis. The Visitor Attraction Company veittu viðskiptaráðgjöf, Core Five eru sérfræðingar í kostnaðaráætlunum á meðan EFLA og Basalt eru íslensku ráðgjafarnir á sviði verkfræði og arkitektúrs, ásamt Gagarin sem eru alþjóðlegir og virtir sýningarhönnuðir.  Samstarfið um ALDIN er vitnisburður um frábæra samvinnu hæfileikaríks alþjóðlegs teymis með sérfræðiþekkingu á flestum sviðum verkefnisns og er ábyrgt fyrir því að koma verkefninu í höfn og skapa áfangastað á heimsmælikvarða sem fagnar fegurð og krafti náttúrunnar.

Hver er framtíðarsýn ALDIN Biodome?

Hjördís var innblásin af hugmyndinni um orkulandslag á meðan hún stundaði nám í Hollandi, sem að sögn Hjördísar vísar til þess að „skipuleggja borgarumhverfið með það að markmiði að spara orku og efni með vistkerfin sem fyrirmynd, og á sama tíma að minnka vistsporið og skapa fjölbreyttara og meira spennandi umhverfi. “Framtíðarsýn hennar fyrir visthvolfunum er að skapa sjálfbært, orkusparandi og náttúru-umvefjandi afþreyingarrými sem nýtist bæði heimamönnum og ferðamönnum og á sama tíma stuðlar að bættri lýðheilsu og vellíðan. Verkefnið hefur þróast frá því að vera hugmynd sem snýst um ‚frá beði á borð‘ hugmynd yfir í heildræna hugmyndafræði sem leggur áherslu á vellíðan og þá djúpu upplifun að vera umkringd gróskumiklum gróðri í visthvelfingum.

Hvaða býður ALDIN Biodome verkefnið upp á?

ALDIN mun bjóða gestum upp á fjölbreytta upplifun, allt frá staðbundinni matvælaframleiðslu til afþreyingar sem tengist heilsu, vellíðan og almennri ánægju af því að vera umlukin grænni náttúru. Visthvelfingarnar verða frábær vettvangur til að fræðast um sjálfbæra ræktun og framleiðsluaðferðir þar sem gestir geta orðið vitni að heilum ferlum matjurtaframleiðslu og ræktun fjölbreytts plöntusafns.  ALDIN veitir tækifæri fyrir gesti til að tengjast náttúrunni og bæta líðan sína.

Hvaða grænu upplifun býður ALDIN gestum upp á?

Áður en gestir koma að ALDIN geta þeir fyrst gengið um náttúruperlu í Reykjavík sem heitir Elliðaárdalur.  Elliðaárdalur er búsvæði fyrir lax, villtar kanínur og marga fugla eins og rjúpu, æðargæs, grágæs, auðnutittling, æðarfugl, svartþröst og rjúpu. Fólk gæti jafnvel komið auga á uglu eða fálka. Þegar inn er komið, mætir gestum heitt og súrefnisríkt loftslag inn í þremur aðskildum visthvelfingum. Í aðalhvelfingunni er ríkulegt heittemprað umhverfi, með framandi tegundum sem vaxa í þéttu plöntusamfélagi. Inni í annarri hvelfingu geta gestir aukið vellíðan á göngu um ævintýralegan fjölbreyttan og gróskumikinn gróður. Í hátækni ræktunarrými vaxa ferskar kryddjurtir, smærri tegundir grænmetis og blaðsalat, 365 daga ársins. Í þessu einstaka og líflega umhverfi ALDIN eru vinnurými leigð út, falleg og sérhönnuð svæði nýtt fyrir jóga og hugleiðslu og veitingastaðir bjóða gestum að smakka og upplifa íslenska sérrétti og kynnast því hvernig staðbundin afurð er ræktuð í þessu eilífa vori. Þegar gestir yfirgefa ALDIN eru þeir endurnærðir eftir nánd við náttúruna og fólk mun hrífast af þeim möguleikum sem í henni býr.  Þar sem plöntusamfélögin eru í stöðugri þróun, munu tilfinningar sem vakna við að smakka einstakt og staðbundið góðgæti, hlusta á náttúruhljóð, finna furðulegar og áhugaverðar plöntutegundir og við að stunda hugleiðslu í þessu magnaða umhverfi,  halda áfram að hljóma hjá hverjum gesti á friðsælan og tilkomumikinn hátt, aftur og aftur.

Hvers vegna eru tengsl okkar við náttúruna svona mikilvæg nú á dögum?

Samkvæmt Kelai Diebel, framkvæmdastjóra MOSS, „er náttúran eilíf uppspretta innblásturs fyrir mannkynið. Jafnvel lítið samspil við náttúrulegt umhverfi hefur getu til að örva skilningarvitin og endurnæra hugan“. MOSS telur, að fyrir marga um allan heim, hafi plöntur verið leið til að tengjast náttúrunni meðan á Covid-19-lokunum stóð og allt frá því um miðjan mars 2020 hefur orðið mikil aukning í sölu plantna fyrir bæði heimili og skrifstofur. Sumir gætu sagt að náttúran veiti huggun á erfiðum tímum. Ein áþreifanleg leið til að skapa aðstæður svo náttúran geti haft áhrif á okkur, tengist því hvernig gróðursett rými endurspegla náttúruna og hafa þar með lífeðlisfræðileg áhrif á manneskjuna sem þar er. Náttúrulegt umhverfi krefst minni athygli og ýtir undir frjálsa heilastarfsemi. Með öðrum orðum, að horfa á og vera í kringum náttúruna minnkar þreytu og eykur einbeitingu þar sem náttúran endurstillir og víkkar athyglisvið okkar.

ALDIN Biodome séð úr norðri til suðurs

Að hvaða leiti eru plöntur í ALDIN í ólíkar þeim sem dafna í öðrum visthvolfum?

ALDIN sameinar jarðhitanýtingu og ræktunartækni í vistkerfi matjurta og trjáa sem miðar að vellíðan á þann hátt sem aldrei hefur sést áður. Auk þess er einstakt markmið ALDIN að sýna hversu stórkostlegur heimur okkar er,  að varpa ljósi á sjálfbæra ræktun og á sama tíma gefur náttúran gestum hlýtt faðmlag.

Hvernig færðu þessar framandi plöntur til Íslands?

Holland er stærsti útflytjandi í heimi lifandi trjáa, plantna, lauka, róta og afskorinna blóma. Ræktað er þar í stórum stíl með tiltölulega lítlum umhverfisáhrifum. Því verða margar tegundir ALDIN fluttar út frá Hollandi til Íslands.  Það eru reglur sem gilda um innflutning á plöntum og plöntuafurðum sem verður fylgt.  Auk innfluttu plantnanna verða margar tegundir ræktaðar með góðum fyrirvara fyrir ALDIN á Íslandi.

Hvernig mun Ísland, og í víðara samhengi heimurinn, njóta góðs af ALDIN Biodome?

Ísland mun njóta góðs af visthvelfingunum líkt og árangursrík nýting affallsvatnsins í tilraunagarði ALDIN sýnir nú þegar. Mögulegur ávinningur af visthvelfingunum á Íslandi er gríðarlegur, sérstaklega þar sem þjóðin stendur frammi fyrir áskorunum á sviði ræktunar vegna erfiðs loftslags langan tíma ársins.  Í visthvelfingum er mögulegt að uppskera allt árið um kring án þess að verða fyrir áhrifum erfiðra veðurskilyrða. Þetta mun ekki aðeins auka fæðuöryggi og veita landsmönnum meira af ferskum matjurtum heldur mun það einnig draga úr þörf fyrir innflutning sem mun hafa efnahagslegan ávinning. Þar að auki mun notkun jarðhita í visthvelfingunum hjálpa til við að draga úr kolefnisfótspori landsins, sem mun stuðla að alþjóðlegri viðleitni til að takast á við loftslagsbreytingar. Árangur ALDIN á Íslandi gæti einnig hvatt önnur lönd til að taka upp svipaðar aðferðir á tímum loftslagsbreytinga og stuðla þannig að alþjóðlegri baráttu um fæðuöryggi.

Hvað gerir ALDIN svona einstakt?

ALDIN sker sig úr frá öðrum lífhvelfingum af ýmsum ástæðum. Í fyrsta lagi verður ALDIN arðbært fyrirtæki með skýr markmið um að efla heilsu og vellíðan, og byggir á þekktu viðskiptamódeli með mörgum tekjustraumum, sem gerir það að aðlaðandi fjárfestingartækifæri. Í öðru lagi er ALDIN hannað til að vera órjúfanlegur hluti af vistkerfi borgarinnar, með greiðan aðgang fyrir alla. Þetta gerir það aðlaðandi fyrir bæði gesti og fjárfesta. Paul Baker arkitekt hjá WilkinsonEyre segir „Fyrir okkur snýst ALDIN um að breyta landi elds og íss í nýjan heim sem er hlýr, aðlaðandi og gróskumikill. Við erum spennt fyrir hugmyndinni um að horfa á norðurljósin frá Orkediu eða bananalundi […] Lokamarkmið okkar er að tengja fólk aftur við náttúruna með því að sýna möguleika hennar og fjölbreytni. Umfram allt ætti upplifunin að vera ánægjuleg og hvetjandi.“ Að lokum miðar ræktun í visthvolfunum að mestu leiti að því að rækta matjurtir og tré og skapa garðyrkjuupplifun sem mun örva öll skilningarvit. Hægt verður að kaupa ferska uppskeru og njóta einstakrar matarupplifunar. ALDIN Biodome hefur alla möguleika til að verða einstakur áfangastaður fyrir gesti til að upplifa suðrænt, lifandi vistkerfi.

Greinin var upprunalega birt í tímaritinu Groen Bouwen. Greinina má nálgast á bls. 148 hér.