ALDIN BIODOMEÞann 10. febrúar hlaut verkefni ALDIN garðsins „Matjurtarækt utandyra fram á vetur “, viðurkenningu frá hæstvirtum forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, sem eitt af sex öndvegis rannsóknarverkefnum sem tilnefnd voru til nýsköpunarverðlauna forseta Íslands.Verkefnið var unnið af Karen Rós Róbertsdóttir, nema á ylræktarbraut í garðyrkju við Landbúnaðarháskóla Íslands. Leiðbeinandi var Hjördís Sigurðardóttir, matvæla-og skipulagsfræðingur og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome og Jón Þórir Guðmundsson, garðyrkjufræðingur með sérþekkingu í ávaxtarækt. Meðleiðbeinendur voru þeir Unnar Víðisson og Heimir Hjartarson verkfræðingar hjá EFLU verkfræðistofu.


Hjördís segir: “ Þegar áhugi, hæfileikar og dugnaður fer saman gerast góðir hlutir! Frábærlega leyst verkefni!“


Karen er í teymi ALDIN Biodome sem sérfræðingur í ræktun. 


https://www.rannis.is/frettir/nyskopunarverdlaun-forseta-islands-2022