ALDIN BIODOME

Munu ban­an­ar bjarga ferðaþjón­ust­unni?

Á þessari þrívíddarmynd má sjá hvernig svæðið við Stekkjarbakka gæti ...

Á þess­ari þrívídd­ar­mynd má sjá hvernig svæðið við Stekkj­ar­bakka gæti litið út gangi hug­mynd­in um gróður­hvelf­ing­arn­ar eft­ir. Teikn­ing/​Lands­lag

 Setja bóka­merki

„Einn Íslend­ing­ur hef­ur uppi djörf áform um að hrista upp í ferðaþjón­ust­unni og gera lífið ánægju­legra fyr­ir heima­menn með því að reisa upp­hitaðar gróður­hvelf­ing­ar þar sem hægt verður að rækta mat­væli og bjóða upp á ým­iss kon­ar þæg­indi.“

Svona er áform­um Hjör­dís­ar Sig­urðardótt­ur, frum­kvöðuls og fram­kvæmda­stjóra Spor í sand­inn, lýst í grein Bloom­berg und­ir yf­ir­skrift­inni: „Ban­an­ar gætu orðið næsta stór­málið á Íslandi.“

Hvelf­ing­in mun fá nafnið ALD­IN Bi­odome og þar verður gest­um, að sögn Hjör­dís­ar, boðið upp á fjöl­breytta nátt­úru­upp­lif­un und­ir sam­felld­um hvolfþökum. Hug­mynd­in er að hvelf­ing­in verði staðsett í Löngu­gróf, norðan Stekkj­ar­bakka og sunn­an þeirra marka sem skil­greina hug­mynd­ir um svo­kallaðan borg­arg­arð í Elliðaár­dal.

Und­ir­bún­ing­ur hef­ur staðið yfir í fjög­ur ár og í janú­ar aug­lýstu skipu­lags­yf­ir­völd í Reykja­vík nýtt deili­skipu­lag fyr­ir þró­un­ar­svæðið Stekkj­ar­bakki Þ73. Í skipu­lag­inu, sem nú fer í opna kynn­ingu, er gert ráð fyr­ir að ALD­IN Bi­odome rísi. Svæðið er alls um 4.500 fer­metr­ar.

Gróður­hvelf­ing­ar rísi í Löngu­gróf

Hug­mynd­in er að í hvelf­ing­unni verði gróður­sælt um­hverfi und­ir glerþökum þar sem íbú­ar og gest­ir geti sótt ým­iss kon­ar þjón­ustu og upp­lif­an­ir í þægi­leg­um hita og gróðurilm allt árið um kring. Sjálf lýsti Hjör­dís ALD­IN Bi­odome með eft­ir­far­andi hætti á Face­book-síðu sinni fyr­ir skömmu: „Mark­miðið er að fólk geti sótt sér orku í ALD­IN Bi­odome en jafn­framt sinnt fjöl­breytt­um verk­efn­um dag­legs lífs. Þar verður hægt að stunda vinnu og sækja fundi, versla á græn­um markaði og njóta afþrey­ing­ar. Þá er hugað að heils­unni t.a.m. með ljósameðferð og hug­leiðslujóga. Einnig verða í ALD­IN Bi­odome veit­ingastaðir og kaffi­hús sem fram­reiða mat­væli beint af beði.“

Hjördís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Spor í sandinn, við líkan gróðurhvelfinganna. Undirbúningur ...

Hjör­dís Sig­urðardótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Spor í sand­inn, við lík­an gróður­hvelf­ing­anna. Und­ir­bún­ing­ur verk­efn­is­ins hef­ur staðið yfir í fjög­ur ár. mbl.is/​Eva Björk Ægis­dótt­ir

Um 300-400 þúsund gest­ir á ári

Hjör­dís seg­ir í sam­tali við Bloom­berg að til verks­ins verði jarðvarma­orka notuð til að reisa þrjár hvelf­ing­ar og verður sú stærsta á stærð við fót­bolta­völl, á sex hæðum. „Við get­um gert svo margt við þessa orku,“ seg­ir Hjör­dís.  

Áætlað er að verkið kosti alls tæp­an fjór­an og hálf­an millj­arð króna. Meðal fjár­festa eru Ari­on banki og arkí­tektar­fyr­ir­tækið Wilk­in­so­nEyre. Hjör­dís seg­ist sann­færð um að ALD­IN-hvelf­ing­in verði arðbær og muni hjálpa til við að blása lífi í ferðaþjón­ustu á Íslandi. Áætlað er að um 300-400 þúsund gest­ir heim­sæki hvelf­ing­arn­ar ár­lega. Ef allt geng­ur eft­ir mun ALD­IN Bi­odome taka á móti fyrstu gest­um árið 2021.

„Ástríða mín er að sjá þetta [gróður­hvelf­ing­ar] verða að nú­tímainnviðum í borg­um framtíðar­inn­ar. Til að kom­ast út úr steypta frum­skóg­in­um sem við búum í,“ seg­ir Hjör­dís í sam­tali við Bloom­berg.

Hvelfingin mun fá nafnið ALDIN Biodome og þar verður gestum ...

Hvelf­ing­in mun fá nafnið ALD­IN Bi­odome og þar verður gest­um boðið upp á fjöl­breytta nátt­úru­upp­lif­un und­ir sam­felld­um hvolfþökum. Teikn­ing/​Lands­lag

Hugmyndin er að í hvelfingunni verði gróðursælt umhverfi undir glerþökum ...

Hug­mynd­in er að í hvelf­ing­unni verði gróður­sælt um­hverfi und­ir glerþökum þar sem íbú­ar og gest­ir geti sótt ým­iss kon­ar þjón­ustu og upp­lif­an­ir í þægi­leg­um hita og gróðurilm allt árið um kring. Teikn­ing/​Lands­lag

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/05/06/munu_bananar_bjarga_ferdathjonustunni/