ALDIN BIODOME

Hjördís með framkvæmdaáætlun ALDIN Biodome. Mynd: Daily Express.

Náttúra og daglegt líf fólks mun bráðlega renna saman í eitt, í einu af úthverfum Reykjavíkur, þökk sé hugvekjandi og metnaðarfullum áætlunum um visthvolf. Hjördís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri hjá Spor í sandinn ehf., leiðir verkefnið sem líkja má við Eden Project í Cornwall. 

Hún sagði: „Ég vil sjá stað þar sem fólk getur verið í nánum tengslum við náttúruna meðan það gegnir daglegra erinda sinna.  Það mun opna augu fólks fyrir því hve lífsnauðsynleg náttúran er.  Skortur á tengslum við náttúruna er alvarlegt vandamál í nútímasamfélögum.  Við lítum á hana sem sjálfsagðan hlut“.

ALDIN Biodome sem hannað er af WilkinsonEyre arkitektum í London og kostar 5,7ma Kr, mun bjóða upp á Trópískt rými, svæði með miðjarðarhafsloftslagi og garðyrkjurými, þar sem framleitt er hráefni fyrir veitingastað ALDIN.

Nú þegar eru hafin ræktun á staðnum þar sem notast er við affallsvatn frá húshitunarkerfi nærliggjandi hverfis til að örva plöntuvexti. 

Hjördís, 52 ára, segir: „Við erum að uppskera allt að fjórum sinnum meira magn en í viðmiðunarbeðum og rækta tegundir sem vaxa ekki hér á landi undir venjulegum kringumstæðum.

„Í allt að átta mánuði má búast við vetrarveðri hér á Íslandi svo við erum að skapa miðstöð þar sem er alltaf ‚gott veður‘ og við getum notið hlýjunnar“  Hún sér einnig fyrir sér að þessi laufskrúðuga paradís muni verða aðlaðandi umgjörð fyrir brúðkaup, námskeið og ráðstefnur í framtíðinni.

Framkvæmdir hefjist á vordögum 2022 og stefnt er að því að opna árið 2024.

Mynd: WilkinsonEyre Architects



https://www.pressreader.com/uk/daily-express/20210810/282063395026039