ALDIN BIODOME

Þessi íslensku visthvolf gætu jafnvel keppt við Eden Project um athygli í umfangi og metnaði.

Eftir Noah Barnett


Mynd: WIlkinsonEyre Architects


Í kuldanum í útjaðri Reykjavíkur í andstöðu við óblíða og villta íslenska náttúru mun fljótlega uppgötvast griðarstaður friðar og rólegheita. Í landi ‚elds og íss‘ mun ALDIN Biodome rísa, stór visthvolf sem hæglega er hægt að samsama við hinn breska áfangastað Eden Project.
Með öðrum orðum geta gestir brátt fundið griðastað í nokkrum hvolflaga glermannvirkjum umlukin fjölbreyttum gróðri og aldingörðum.Samkvæmt stofnendum, mun staðurinn hafa að markmiði að bjóða fólki næði frá hinu streituvaldandi 21. aldar lífi, en á stoðum hinna hefðbundnu íslensku gilda eins og sjálfsræktar og tengingu við náttúruna. En ALDIN mun ekki, að öllu leyti, vera eins og hver annar staður á Íslandi. Jarðhitavatnið og græna orkan er nýtt í loftslagsstýringu tveggja hvelfinga sem styður Miðjarðarhafs- og hitabeltistloftslag.

Á staðnum verður ræktað úrval kryddjurta og plantna sem hægt er að kaupa á markaði staðarins eða smakkað á veitingastað og kaffihúsi ALDIN. Og ef þú ert að leita leiða til að ná raunverulegri slökun? Í ALDIN verða jóga og hugleiðslutímar með útsýni yfir trjátoppana.

Svo, hvenær getur þú heimstótt ALDIN? Visthvelfingarnar verða ekki opnar fyrr en 2023 [2024], svo það er smá tími í það ennþá. Þannig að þú verður eitthvað lengur að ‚díla‘ við stöðuna eins og hún er í dag.

https://www.timeout.com/news/could-these-be-the-worlds-most-extra-botanic-gardens-082421