ALDIN BIODOME

Fréttir GREIN Á MBL.IS

„Þetta yrði ljós í myrkr­inu“

Íslend­ing­ar búa við myrk­ur og kulda á vet­urna og þar af leiðandi er til­hugs­un­in um græn­met­is- og ávaxta­rækt­un í miðri Reykja­vík all­an árs­ins hring hálf und­ar­leg. En ef hug­mynd sprota­fyr­ir­tæk­is­ins Spor í sand­inn verður að veru­leika gætu Reyk­vík­ing­ar og gest­ir höfuðborg­ar­inn­ar notið sín í gróður­hvelf­ing­um þar sem stunduð verður ýmis rækt­un, fisk­eldi, og fræðslu­tengd starfs­semi. Fram­kvæmd­ar­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Hjör­dís Sig­urðardótt­ir, kynnti hug­mynd­ina á Fjár­festa­degi Startup Reykja­vík í gær.

Spor í sand­inn er eitt þeirra tíu teyma sem val­in voru til þess að taka þátt í viðskipta­hraðlin­um Startup Reykja­vík sem fór fram á veg­um Ari­on banka og Klak Innovit í sum­ar og í dag fengu teym­in tæki­færi til þess að kynna hug­mynd­ir sín­ar fyr­ir mögu­leg­um fjár­fest­um.

Myndu auka lífs­gæði íbúa

Hjör­dís kynnti þar hug­mynd­ina um fjór­ar gróður­hvelf­ing­ar sem byggðar yrðu við hliðina á Laug­ar­dals­laug­inni. Að mati Hjör­dís­ar er fólk í aukn­um mæli að missa teng­ing­una við nátt­úr­una, sér­stak­lega í borg­um. „Við Íslend­ing­ar eig­um al­veg ótrú­legt lands­lag en þrátt fyr­ir það finnst mér eins og við séum að missa teng­ingu við nátt­úr­una,“ sagði Hjör­dís í gær. „Ég held til dæm­is að yngri kyn­slóðin hafi ekki hug­mynd um hvernig kvöld­mat­ur­inn kemst á disk­inn.“

Hjör­dís lýsti því hvernig Íslend­ing­ar þyrftu að þola mikið myrk­ur og vet­ur sem stend­ur yfir í allt að átta mánuði. Þrátt fyr­ir að ferðamenn komi til Íslands til þess að upp­lifa svona aðstæður hér, þætti þeim ef­laust nota­legt að kom­ast inn í hlýj­una og and­rúms­loftið sem gróður­hvelf­ing­arn­ar myndu bjóða upp á.

Hún lagði áherslu að ferðamenn gætu gert margt skemmti­legt í Reykja­vík en að hægt væri að bæta við upp­lif­un þeirra með gróður­hvelf­ing­um. Þar að auki myndu þær auka lífs­gæði íbú­anna. „Þetta yrði ljós í myrkr­inu, sam­komu­staður sem býður upp á græna para­dís allt árið,“ sagði Hjör­dís. Hún kynnti hvernig hægt væri að rækta græn­meti og ávexti inni í hvelf­ing­un­um og selja þær í borg­inni.

Gætu opnað 2017

Hóp­ur­inn sér fyr­ir sér að hvelf­ing­arn­ar yrðu byggðar ná­lægt Laug­ar­dals­laug, enda eru laug­arn­ar stór hluti af menn­ingu Reyk­vík­inga. „Það er þessi hefð í okk­ar menn­ingu að deila sög­um og hug­mynd­um í heitu pott­un­um. Þeir eru mik­il­væg­ir sam­komu­staðir í sam­fé­lag­inu og þar að auki vin­sæl­ir ferðamannastaðir.“ Hjör­dís sagðist í gær sann­færð um að gróður­hvelf­ing­ar við slíka staði myndu vera frá­bært viðskipta­tæki­færi. „Við get­um þróað þetta svæði og skapað and­lega hvetj­andi stað.“

Hóp­ur­inn sér fram á að hægt yrði að opna gróður­hvelf­ing­arn­ar árið 2017 og á þriðja ári starf­sem­inn­ar yrðu gest­ir 150.000 tals­ins. „Ég segi ykk­ur það gott fólk, ég mun byggja þess­ar gróður­hvelf­ing­ar og ég býð ykk­ur vel­kom­in um borð,“ sagði Hjör­dís að lok­um.

Hafa fengið já­kvæð viðbrögð og mikla hvatn­ingu

Hjör­dís seg­ir í sam­tali við mbl.is að ferlið inn­an Startup Reykja­vík hafi verið ótrú­lega skemmti­legt. „Það er búið að vera al­veg rosa­lega mikið að gera en þetta hef­ur verið al­veg ótrú­lega gam­an. Það er varla hægt að lýsa því hvað við erum búin að vera að gera, það er svo mikið.“

Að sögn Hjör­dís­ar hef­ur teymið hitt og kynnt hug­mynd­ina fyr­ir mörg­um og átt einka­fundi með fremsta fólki viðskipta­lífs­ins. Þar að auki hafa þau setið mjög góða fyr­ir­lestra og fengið ráðgjöf.

Hún seg­ir viðbrögðin við hug­mynd­inni góð. „Fólki finnst þetta aðeins öðru­vísi og vek­ur fólk til um­hugs­un­ar. En það er yf­ir­leitt frek­ar spennt fyr­ir þessu og við höf­um fengið mjög mikla hvatn­ingu.“ Nú leit­ar hóp­ur­inn fjár­magns. „Nú þurf­um við fjár­magn til þess að halda áfram og svo þarf auðvitað að eiga sam­tali við borg­ina og þá aðilla sem koma að þessu, íbúa­sam­tök og aðra.“

Face­book síða fyr­ir­tæk­is­ins

sporis­and­inn.is

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2015/08/29/thetta_yrdi_ljos_i_myrkrinu/