ALDIN BIODOME

Íslensk­ar kon­ur verðlaunaðar á Ítal­íu

Fimm ís­lensk­ar kon­ur, þær Hjör­dís Sig­urðardótt­ir, Mar­grét Júlí­ana Sig­urðardótt­ir, Sandra Mjöll Jóns­dótt­ir, Sigrún Shan­ko  og Þor­björg Jens­dótt­ir, hlutu í dag alþjóðleg verðlaun á þingi Heims­sam­taka frum­kvöðla- og upp­finn­inga­kvenna, sem haldið var í borg­inni Bari á Ítal­íu.

Sandra Mjöll Jóns­dótt­ir varð fyrst ís­lenskra kvenna til að hljóta aðal­verðlaun hátíðar­inn­ar „OVERALL PLAT­IN­UM IN­VENTOR WINNER OF THE YEAR 2017“. Elinóra Inga Sig­urðardótt­ir, formaður KVENN, fé­lags kvenna í ný­sköp­un, sem til­nefndi ís­lensku kon­urn­ar til verðlaun­anna, seg­ir verðlaun af þessu tagi vera hvatn­ingu til kom­andi kyn­slóða.

Sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu er eitt af hlut­verk­um Heims­sam­taka hug­vits­kvenna sé að gera kon­ur og hug­vit kvenna sýni­legra og verðlaun­in séu liður í því átaki.

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2017/06/30/islenskar_konur_verdlaunadar_a_italiu/