Risagróðurhús í Elliðaárdalnum
Vilyrði var veitt fyrir úthlutun 12.500 fermetra lóðar á fundi borgarráðs í gær en á henni verða gróðurhús.
Borgarráð samþykkti í gær að veita vilyrði fyrir lóð undir stórt gróðurhús í Elliðaárdalnum. Um er að ræða samtals 12.500 fermetra lóð gróðurhvelfingum allt að 3.800 fermetrun að grunnfleti við Stekkjarbakka.
Spor í sandinn ehf. mun verða rekstraraðili gróðurhússins. Áður hafði verið veitt vilyrði fyrir 5.000 fermetra lóð og byggingarrétti fyrir gróðurhvelfingu sem gæti numið allt að 1.500 fermetrum en það vilyrði fellur niður þegar hinar nýju tillögur voru samþykktar.
Miðað við fyrirliggjandi teikningar munu mannvirkin vera um 12-13 metrum yfir landhæð en mynd af þeim má sjá hér að neðan.