Lífhvolf eru mannbætandi
Upphitað lífhvolf verður opnað í Elliðaárdalnum eftir tvö ár gangi plön eftir en búið er að veita fyrirtækinu Spor í sandinn leyfi til að byggja þrjár slíkar gróðurhvelfingar við Stekkjabakka. Notast verður við jarðvarma til upphitunar, inni eru græn svæði, hlýtt og bjart. Hjördís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Spor í sandinn, segir að byggingin muni hýsa m.a. veitingastaði, verslanir og afþreyingu, eins og jóga og hugleiðslu. Rætt var við Hjördísi um verkefnið í Samfélaginu á Rás 1.