ALDIN BIODOME

Gróður­hvelf­ing­ar rísi í Löngu­gróf

Skipu­lags­yf­ir­völd í Reykja­vík hafa aug­lýst nýtt deili­skipu­lag fyr­ir þró­un­ar­svæðið Stekkj­ar­bakki Þ73.

Hug­mynd­ir eru um gróður­hvelf­ing­ar. Skil­mál­ar eiga að tryggja að ljós­meng­un frá starf­semi á svæðinu verði inn­an marka. „Búið er að mæla nú­ver­andi ljós­meng­un á svæðinu sem er í dag tölu­verð og ólík­legt að hún auk­ist mikið,“ seg­ir í kynn­ingu.

Skýringaruppdráttur; þrívíddarmynd þar sem sést í átt að lóð 3 ...

Skýr­ing­ar­upp­drátt­ur; þrívídd­ar­mynd þar sem sést í átt að lóð 3 frá göngu­stíg í Elliðaár­daln­um Teikn­ing Lands­lag

„Þetta yrði ljós í myrkr­inu“

Í frétta­til­kynn­ingu á Face­book-síðu Spora í sand­inn seg­ir:

Nýtt deili­skipu­lag fyr­ir þró­un­ar­reit í aðal­skipu­lagi (þ73) í Löngu­gróf norðan Stekkj­ar­bakka og sunn­an þeirra marka sem skil­greindu hug­mynd­ir um „borg­arg­arðinn“ Elliðaár­dal, hef­ur verið samþykkt til aug­lýs­ing­ar, í borg­ar­ráði 10 janú­ar og borg­ar­stjórn í gær 15, janú­ar. Í skipu­lag­inu, sem nú fer í opna kynn­ingu, er gert ráð fyr­ir að ALD­IN Bi­odome rísi. 

Hjör­dís­ar Sig­urðardótt­ur frum­kvöðull og fram­kvæmda­stjóri verk­efn­is­ins seg­ir á Face­book:

„Ég er af­skap­lega ánægð með yf­ir­lýst­an stuðning kjör­inna full­trúa og vil ég þakka fyr­ir upp­byggi­leg inn­legg. Þetta verður ein­stakt verk­efni sem stuðlar að auknu jafn­vægi í líf okk­ar, einkum yfir dimma vetr­ar­mánuðina. Í ALD­IN Bi­odome verður gest­um boðið upp á fjöl­breytta nátt­úru­upp­lif­un und­ir sam­felld­um hvolfþökum. Okk­ar reynda hönn­un­art­eymi hef­ur lagt fram til­lög­ur að út­færsl­um hvelf­ing­anna þannig að þær falli sem best að lands­lagi og um­hverf­inu í kring en verði að sama skapa fal­legt og aðlaðandi kenni­leiti. Eft­ir fjög­urra ára sleitu­lausa vinnu, sem er drif­in áfram af þeirri sýn að nauðsyn sé að bæta teng­ingu okk­ar við nátt­úr­una og koma á betra jafn­vægi inn í anna­samt líf okk­ar, er þess­um áfanga náð. Ég óska eft­ir stuðning sem flestra við þetta sam­fé­lag­sjá­kvæða fram­tak.“

„ALD­IN Bi­odome verður gróður­sælt um­hverfi und­ir glerþökum þar sem íbú­ar og gest­ir geta sótt ým­is­kon­ar þjón­ustu og upp­lif­an­ir í þægi­leg­um hita og gróðurilm allt árið. Mark­miðið er að fólk geti sótt sér orku í ALD­IN Bi­odome en jafn­framt sinnt fjöl­breytt­um verk­efn­um dag­legs lífs. Þar verður hægt að stunda vinnu og sækja fundi, versla á græn­um markaði og njóta afþrey­ing­ar. Þá er hugað að heils­unni t.a.m með ljósameðferð og hug­leiðslujóga. Einnig verða í ALD­IN Bi­odome veit­ingastaðir og kaffi­hús sem fram­reiða mat­væli beint af beði. Þá verður lögð áhersla á aðlaðandi úti­svæði og fal­lega gróður­fram­vindu í kring­um mann­virk­in. Mark­hóp­ur verk­efn­is­ins er mann­eskj­an, óháð stétt eða stöðu, bú­setu eða upp­runa.

Þró­un­ar­reit­ur­inn er í svo­kallaðri Löngu­gróf, á röskuðu svæði á suðurjaðri Elliðaár­dals sem ligg­ur á til­tölu­lega háum bakka, séð frá daln­um. Um er að ræða forna sjáv­ar­kamba mótaða af ís­ald­ar­jökli. Áður fyrr voru þar óskráð býli (m.a. Lauf­ás og Hraun­prýði) og um tíma mal­ar­náma sem nýtt var í vega­gerð í borg­inni. Um svæðið liggja flest öll mann­virki Veitna, þar með tal­inn Vatns­veitu­veg­ur og nokkr­ar heita­vatns bor­hol­ur. 
Elliðaár­dal­ur er eitt stærsta og verðmæt­asta úti­vist­ar­svæði borg­ar­inn­ar sem laðar að fólk á öll­um tím­um árs­ins Hönn­un­art­eymið hef­ur leitað leiða til að fyr­ir­huguð mann­virki falli eins vel og unnt er að um­hverf­inu, að tekið sé mið af sjón­ar­miðum mis­mun­andi aðila og að fram­kvæmd­in bæti nú­ver­andi um­hverfi. Í þró­un­ar­ferl­inu verður unnið eft­ir alþjóðleg­um stöðlum um sjálf­bær og heilsu­sam­leg mann­virki.

„Í raun er verið að skapa suðrænt lofts­lag fyr­ir til­stilli jarðhit­ans á Norður­slóðum með ný­sköp­un í nýt­ingu orku­auðlind­ar­inn­ar,“ seg­ir Hjör­dís Sig­urðardótt­ir. „Inni í hvelf­ing­un­um verður gróður sem dafn­ar í slíku lofts­lagi. Gert er ráð fyr­ir að mann­virk­in verði niðurgraf­in að hálfu leyti og mótuð inn í landið, nái mest 9 m hæð og njóti skjóls frá trjám og gróðri í kring“.

Deili­skipu­lagið hef­ur verið í þróun í tvö ár og er það því mik­il­væg varða á leiðinni að mark­inu að það sé nú komið í kynn­ingu. Á aug­lýs­inga­tím­an­um, sem er sam­kvæmt skipu­lagslög­um 6 vik­ur, geta all­ir kynnt sér skipu­lags­gögn, for­send­ur og framtíðar­sýn. Á tíma­bil­inu verður verk­efnið kynnt á opn­um fundi með íbú­um. Í nú­ver­andi áætl­un­um er miðað við að ALD­IN Bi­odome opni fyr­ir gesti snemma árs 2021,“ seg­ir á Face­book.

Skýringaruppdráttur; þrívíddarmynd þar sem sést í átt að lóð 3 ...

Skýr­ing­ar­upp­drátt­ur; þrívídd­ar­mynd þar sem sést í átt að lóð 3 frá Hamra­stekk. Teikn­ing Lands­lag

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/01/18/grodurhvelfingar_risi_i_longugrof/