ALDIN BIODOME

Uppbygging við Stekkjabakka, rafhjól og borgarhátíðir

Yfir hásum­arið fer borg­ar­ráð með afgreiðslu­heim­ildir borg­ar­stjórnar sem ekki fundar í júlí og ágúst . Þetta fyr­ir­komu­lag er til þess gert að afgreiðsla mála innan borg­ar­kerf­is­ins tefj­ist ekki. Á sumrin eru það eru því einna helst skipu­lags­mál sem eru fyr­ir­ferða­mikil á fundum borg­ar­ráðs. Þrjú mál sem nokkuð hafa verið í almennri umræðu voru lögð fyrir borg­ar­ráð í síð­ustu viku en málin eru á ólíkum skipu­lags­stig­um. 

Ný byggð mun rísa í Furu­gerði 23 en búið er að aug­lýsa skipu­lagið og taka til­lit til umsagna og ábend­inga. Þá var ­deiliskipu­lag ­fyrir svæðið við Stýri­manna­skól­ann sam­þykkt til aug­lýs­ingar en nýtt skipu­lag vernd­ar, bæði Salt­fisk­mó­ann og Vatns­hól­inn og þar gerð græn svæði  auk þess sem skipu­lögð er lág­stemmd byggð á svæð­inu þar sem m.a. eru fyr­ir­hug­aðar íbúðir fyrir eldri borg­ara og stúd­enta. 

Græn og fram­sýn upp­bygg­ing við Stekkja­bakka

Þriðja og lík­lega stærsta málið er þróun svæðis við ­Stekkja­bakk­ann ­sem liggur ofna við Elliða­ár­dal­inn. Þar er um að ræða afar jákvæða og græna upp­bygg­ingu. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fer nú mik­inn í tengslum við það mál og reynir af öllum mætti að slá ryki í augu fólks, t.d. með yfir­lýs­ingum um flýti­með­ferð í borg­ar­ráði og óvönduð vinnu­brögð. Slíkar upp­hróp­anir eru langt frá stað­reyndum máls­ins. Þetta nýja skipu­lag hefur verið í vinnslu í nokkur ár og búið að aug­lýsa til­lög­una vel. Hald­inn var afar vel sóttur fundur með íbú­um, tekið var við mörgum ábend­ingum og umsögn­um, þeim svarað og tekið til­lit til þeirra eins og við á. Nákvæm­lega eins og vinna við deiliskipu­lag fer almennt fram. Hróp og köll um annað eru bara til þess fallin að draga athygl­ina frá þeirri góðu upp­bygg­ingu sem þarna mun verða.

Deiliskipu­lagið byggir á grænni og sjálf­bærri hug­mynda­fræði. Um er að ræða gróð­ur­hvelf­ingar þar sem nýttur er jarð­varmi til að skapa ákveðna Mið­jarð­ar­­hafs­­stemn­ingu og fjöl­breytta upp­­lifun í fjöl­­skyld­u­vænu um­hverfi fyrir alla ald­ur­s­hópa, svo sem kaffi­­hús og mark­aðs­­torg þar sem m.a. verður hægt að kaupa ferskar mat­­jurtir sem rækt­aðar verða á staðn­um. Þá verður aðstaða fyrir kynn­ingar og mót­­töku hópa, t.d. frá skól­um, leik­­skólum og vinn­u­­stöð­u­m.  

Þessi upp­bygg­ing er  í anda þess sem margir íbúar Breið­holts og Árbæjar hafa einmitt kallað eft­ir. Að halda í græn svæði en einnig stuðla að auknu mann­lífi með auk­inni þjón­ustu, sal­ern­is­að­stöðu og stöðum til að hitt­ast á og eiga góðar stundir með fjöl­skyldu og vin­um.  

Þarna verður hvorki ljós­mengun né hávaða­meng­un. Elliða­árnar verða ekki meng­aðar og líf­ríki þeirra ekki sett í hættu. Þarna verður ekki bíla­um­ferð og ekk­ert rask á nátt­úru- eða söguminj­um. Öll upp­bygg­ing mun fara fram á órækt­uðu, rösk­uðu svæði í útjaðri Elliða­ár­dals­ins sem fáir hafa getað not­ið. Upp­bygg­ingin sem framund­an er mun ein­fald­lega styðja við dal­inn sem nátt­úruparadís, ólíkt því sem upp­hróp­anir aft­ur­halds­ins gefa til kynna. Allar þessar stað­reyndir koma fram í gögnum máls­ins sem ég hvet áhuga­sama til að skoða hér

Einnig hefur verið tekið saman fræð­andi listi af spurn­ingum og svör­u­m. 

Styðjum við nýja ferða­máta

Borg­ar­ráð sam­þykkti einnig verk­lags­reglur vegna starf­semi stöðvalausra hjóla- og raf­hjóla­leiga innan Reykja­vík­ur. Að und­an­förnu hefur orðið mikil aukn­ing á raf­hlaupa­hjólum í borgum nágranna­landa okkar og eru hjólin orð­inn mik­il­vægur þáttur í sam­göngu­kerfi þess­ara borga. Raf­hjól er hand­hægur og þægi­legur ferða­máti sem flestir ráða við og ljóst að þau nýt­ast vel sem sam­göngu­bót, t.d. síð­asta spöl­inn heim og að heim­an. Við viljum vera til­búin fyrir nýj­ungar í sam­göngum og til­gangur þess­ara reglna er því fyrst og fremst að tryggja gagn­sætt og opið verk­lag þegar þar að kemur enda von­umst til að sjá þennan nýja og þægi­lega ferða­máta ná fót­festu hér í borg. 

Borg­ar­há­tíðir 2020-2022 – atvinnu­lífið fær full­trúa í for­vali 

Það er deg­inum ljós­ara að borg­ar­há­tíðir setja mik­inn svip á mann­líf borg­ar­innar og hafa mikil og góð áhrif á borg­ina okk­ar. Sem dæmi má nefna Menn­ing­arnótt, Hinsegin daga, Reykja­vík­ Film ­Festi­val og Reykja­vík­ A­irwa­ves en allar hafa þessar hátíðir sett sitt mark á borg­ar­lífið á und­an­förnum árum og haft gríð­ar­leg áhrif á mann­líf og menn­ingu borg­ar­inn­ar. Samn­ingar sem gerðir voru um borg­ar­há­tíðir árið 2017 renna út á þessu ári og að und­an­förnu hefur því verið unnið að und­ir­bún­ingi þess hvernig standa skuli að vali borg­ar­há­tíða fyrir árin 2020-2022 en á fundi borg­ar­ráðs í síð­ustu viku voru sam­þykktar nýjar reglur um borg­ar­há­tíðir . Ákveðið var að fá inn í fag­hóp um borg­ar­há­tíðir full­trúa frá atvinnu­líf­in­u þ.e. einn full­trúa frá Sam­tökum versl­unar og þjón­ustu ásamt Sam­tökum ferða­þjón­ust­unn­ar. Þessi breyt­ing er í sam­ræmi við áherslur okkar um að tengja atvinnu­lífið bet­ur inn í um­gjörð og skipu­lag borg­ar­inn­ar. Það verður fróð­legt að fylgj­ast með störfum fag­hóps­ins og gaman að fylgj­ast með áfram­hald­andi jákvæðum áhrifum borg­ar­há­tíð­anna okkar á iðandi mann­líf Reykja­vík­ur.

Hér hefur ein­ungis verið fjallað um nokkur af um 40 málum sem komu á inn á borð borg­ar­ráðs í síð­ustu viku en þau sem vilja fylgj­ast með helstu ákvörð­unum borg­ar­innar geta gert það hér.