ALDIN BIODOME

Rannsókn styrkt af Nýsköpunarsjóði Námsmanna

Eftir Karen Rós Róbertsdóttir, nema í garðyrkju.


Ágrip

Víða í heiminum er til staðar mikið magn af volgu vatni (lághitavatni), sérstaklega sem affallsvatn frá orkuverum. Losun svona vatns er yfirleitt skaðleg fyrir umhverfið (hitamengun), og leyfilega magnið á losun ætti að vera takmarkandi þáttur þegar vatnshæð í ám er lág. Losun á volgu (og skaðlegu) affallsvatni er sérstaklega algeng miðað við höfðatölu á Íslandi, þar sem borholur og affallsvatn frá orkuverum eru notað til húshitunar, sem er svo hleypt út í fráveitu á rúmlega 30°C. Þó svo ræktungargeta á öllum tempruðum svæðum sé minni í köldu veðri, þá getur orðið svalt og kalt á norðlægum slóðum, eins og á Íslandi, allt árið í kring, sem dregur mjög úr ræktunarmöguleika utandyra. Hins vegar eru hlutfallslega ekki eins miklir möguleikar á að halda uppi hitastigi í jarðvegi með volgu vatni samanborið við heitt vatn. Þess vegna er markmið þessa rannsóknarverkefnis að skoða áhrif notkunar volgs affallsvatns í ræktun (og þá útfærslu) og þá í einangruðum beðum. Þetta ár er hið fyrsta sem tilraunagarður ALDIN hefur verið til staðar fyrir heilsárs ræktunarrannsóknir og gefur okkur því tækifæri til að halda áfram að skoða framvindu fjölærra plantna sem gróðursettar voru í fyrra. Þó svo rannsóknarniðurstöður síðasta hausts lofuðu góðu er varðar nýtingu þessarar auðlindar eigum við að geta dregið mun sterkari ályktanir í ár þar sem verið er að prófa kenningar sem voru settar fram í fyrra.


Lykilorð (lauslega þýdd): Jarðvarmi, hitamengun, affallsvatn, hiti, jarðvegshiti, rótarvöxtur, ræktunartími, garðyrkja á köldum svæðum, Ísland.