ALDIN BIODOME



Þann 10. febrúar hlaut verkefni ALDIN garðsins „Matjurtarækt utandyra fram á vetur “, viðurkenningu frá hæstvirtum forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, sem eitt af sex öndvegis rannsóknarverkefnum sem tilnefnd voru til nýsköpunarverðlauna forseta Íslands.



Verkefnið var unnið af Karen Rós Róbertsdóttir, nema á ylræktarbraut í garðyrkju við Landbúnaðarháskóla Íslands. Leiðbeinandi var Hjördís Sigurðardóttir, matvæla-og skipulagsfræðingur og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome og Jón Þórir Guðmundsson, garðyrkjufræðingur með sérþekkingu í ávaxtarækt. Meðleiðbeinendur voru þeir Unnar Víðisson og Heimir Hjartarson verkfræðingar hjá EFLU verkfræðistofu.


Hjördís segir: “ Þegar áhugi, hæfileikar og dugnaður fer saman gerast góðir hlutir! Frábærlega leyst verkefni!“


Karen er í teymi ALDIN Biodome sem sérfræðingur í ræktun. 


https://www.rannis.is/frettir/nyskopunarverdlaun-forseta-islands-2022