ALDIN BIODOME

Stærri lóð und­ir gróður­hvelf­ing­ar

Borg­ar­ráð hef­ur samþykkt að veita fyr­ir­tæk­inu Spor í sand­inn ehf. vil­yrði fyr­ir lóð fyr­ir bygg­ingu gróður­hvelf­inga, Ald­in Bi­oDome, við Stekkj­ar­bakka í Breiðholti.

Lóðin ligg­ur að Elliðaár­dal og er á þró­un­ar­svæði sam­kvæmt aðal­skipu­lagi. Hún er um 12.500 fer­metr­ar að stærð og þar má reisa bygg­ing­ar allt að 3.800 fer­metra að grunn­fleti. Fyr­ir rúmu ári veitti borg­ar­ráð fyr­ir­tæk­inu vil­yrði fyr­ir tals­vert minni lóð á þessu svæði og fell­ur það lof­orð nú niður.

Ald­in Bi­oDome á að verða nýr sam­komu­staður fyr­ir íbúa borg­ar­inn­ar og ferðamenn. Með nýt­ingu jarðvarma og gróður­lýs­ingu verður veitt­ur aðgang­ur að gróður­sælu um­hverfi í því sem aðstand­end­ur verk­efn­is­ins segja að geti orðið einskon­ar líf­hvolf, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/12/08/staerri_lod_undir_grodurhvelfingar/