Stærri lóð undir gróðurhvelfingar
Borgarráð hefur samþykkt að veita fyrirtækinu Spor í sandinn ehf. vilyrði fyrir lóð fyrir byggingu gróðurhvelfinga, Aldin BioDome, við Stekkjarbakka í Breiðholti.
Lóðin liggur að Elliðaárdal og er á þróunarsvæði samkvæmt aðalskipulagi. Hún er um 12.500 fermetrar að stærð og þar má reisa byggingar allt að 3.800 fermetra að grunnfleti. Fyrir rúmu ári veitti borgarráð fyrirtækinu vilyrði fyrir talsvert minni lóð á þessu svæði og fellur það loforð nú niður.
Aldin BioDome á að verða nýr samkomustaður fyrir íbúa borgarinnar og ferðamenn. Með nýtingu jarðvarma og gróðurlýsingu verður veittur aðgangur að gróðursælu umhverfi í því sem aðstandendur verkefnisins segja að geti orðið einskonar lífhvolf, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/12/08/staerri_lod_undir_grodurhvelfingar/