ALDIN BIODOME

Meginmarkið ALDIN Biodome er að efla tengsl við náttúruna og stuðla að náttúruvernd, aukinni sjálfbærni og heilbrigði.

 

ALDIN Biodome er spennandi nýr áfangastaður í borginni sem felur í sér endurnærandi upplifun fyrir líkama og sál bæði fyrir gesti og starfsfólk. Hollar matjurtir og gleðjandi fegurð í umhverfi sem veitir innblástur og stuðlar að jafnvægi í líf fólks. Á einum stað undir sama þaki er hægt að sinna daglegum athöfnum og njóta augnabliksins. Móðir náttúra er töfrum gædd og með aukinni nánd við hana eykst meðvitund okkar á umhverfinu, vernd þess og sjálfbærum lífstíl.

 


ALDIN Biodome mun rísa miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu í jaðri Elliðaárdals, þar sem aðgengi er auðvelt eftir vistvænum leiðum með göngu- og hjólastígum í græna neti borgarinnar. Þannig verður ALDIN tilvalinn áningarstaður fyrir fólk sem á leið hjá bæði fyrir þá sem stunda útivist í dalnum eða þá sem fara um til og frá vinnu. Samspil milli starfseminnar og nærumhverfisins hvetur til hreyfingar og upplifunar af náttúru, hinnar íslensku útivið og þeirrar framandi innandyra sem einkum verður aðlaðandi athvarf yfir vetrartímann.


Með borgarbúskap styttast flutningaleiðir til neytandans og býður upp á ferska vöru beint á diskinn. Aukið framboð og neysla á matjurtum er jákvæður þáttur í margs konar samhengi t.d. út frá minnkun kolefnisvistspors matvæla og til að stuðla að meiri hollustu.


Fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á jákvæð áhrif náttúrunnar á heilsu og vellíðan og eru læknar og heilsuráðgjafar í vaxandi mæli að ávísa græna lyfseðlinum fyrir skjólstæðinga sína. Sem dæmi bætir græn náttúra andlega líðan, eykur sköpunargleði og afköst.


Í ALDIN verður til fjöldi starfa á sviði mannræktar, garðyrkju og ýmiss konar þjónustu og fræðslu. Þar verður uppbyggjandi vettvangur fyrir nema í starfsnámi á þessum sviðum. Starfsemin mun viðhalda og skapa hagsæld fyrir samfélagið og borgina.